Í dag er kosið í Bandaríkjunum og við skulum vona að þetta taki nú fljótt af. Talning seinast tók ekki nema 36 daga. Ég lenti á spjalli við frænda minn sem býr í New York fylki og hann ætlar að kjósa Bush. Ég svona frekar hallast að Kerry en satt best að segja þá hef ég nú ekki nógu mikla þekkingu á þessu. Hins vegar virkar Runninn ekkert voðalega traustvekjandi blessaður og ummæli hans um að sterkur leiðtogi "viðurkenni aldrei mistök" eru kannski ekki vel ígrunduð.
Eitt skemmtilegt sem frændi sagði mér var það að þegar hann og bróðir hans sóttu um í hernum þá var bróður hans næstum hafnað af því að ítalskur frændi hans hafði verið skráður í kommúnistaflokk á 6. áratugnum, sko á Ítalíu. Magnað. Ástæðan fyrir því að bróður hans var næstum hafnað var vegna þess að hann sótti um á öðrum vettfangi innan hersins, þar sem þetta greinilega skipti máli.
Nú eru prófdagar og þess háttar komnir á hreint. Kennslu lýkur í þar næstu viku og svo taka við hópaverkefni sem eru 3 talsins ca. 25 bls. hvert verkefni. Þeim á að skila 17. des og svo eru próf eða öllu heldur prófvörn á hverju verkefni 20.,21. og 22. des og svo Jólafrí og þar með næstum allur janúar líka. Upprunalega planið var að hafa prófin í janúar, en bekkjarfélagar mínir vildu þetta frekar svona og það var samþykkt. Þetta þýðir að desember verður "klikkaður" en svo kemur langt frí.
Jæja, aftur í skotgrafirnar. Þarf að lesa grein eftir Yrjö Engström og dásemdir "Co-configuration " í tengslum við breytingar innan stofnanna og fyrirtækja. Notið Google ef þið þekkið ekki málið en annars sendið mér póst og fræðið mig :=)
kv.
Arnar Thor
Eitt skemmtilegt sem frændi sagði mér var það að þegar hann og bróðir hans sóttu um í hernum þá var bróður hans næstum hafnað af því að ítalskur frændi hans hafði verið skráður í kommúnistaflokk á 6. áratugnum, sko á Ítalíu. Magnað. Ástæðan fyrir því að bróður hans var næstum hafnað var vegna þess að hann sótti um á öðrum vettfangi innan hersins, þar sem þetta greinilega skipti máli.
Nú eru prófdagar og þess háttar komnir á hreint. Kennslu lýkur í þar næstu viku og svo taka við hópaverkefni sem eru 3 talsins ca. 25 bls. hvert verkefni. Þeim á að skila 17. des og svo eru próf eða öllu heldur prófvörn á hverju verkefni 20.,21. og 22. des og svo Jólafrí og þar með næstum allur janúar líka. Upprunalega planið var að hafa prófin í janúar, en bekkjarfélagar mínir vildu þetta frekar svona og það var samþykkt. Þetta þýðir að desember verður "klikkaður" en svo kemur langt frí.
Jæja, aftur í skotgrafirnar. Þarf að lesa grein eftir Yrjö Engström og dásemdir "Co-configuration " í tengslum við breytingar innan stofnanna og fyrirtækja. Notið Google ef þið þekkið ekki málið en annars sendið mér póst og fræðið mig :=)
kv.
Arnar Thor
Ummæli